Erlent

Ísraelar vissu að sex daga stríðið var ólöglegt

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Palestínumenn og ísraelskir friðarsinnar fylgjast með ísraelskri jarðýtu sem vinnur að stækkun landnámabyggðarinnar í Efrat.
Palestínumenn og ísraelskir friðarsinnar fylgjast með ísraelskri jarðýtu sem vinnur að stækkun landnámabyggðarinnar í Efrat. MYND/AFP

Háttsettur lögfræðingur sem varaði ríkisstjórn Ísraels við því að það væri ólöglegt að byggja gyðingabyggð á hernumdum svæðum Palestínumanna eftir sex daga stríðið árið 1967, hefur nú í fyrsta sinn komið fram og sagt að hann trúi að hann hafi haft rétt fyrir sér. Theodor Meron var lagalegur ráðgjafi utanríkisráðherra ísraels á þessum tíma. Hann er í dag einn virtasti dómari á alþjóðavísu.

Yfirlýsing hans er áfall fyrir Ísraela sem hafa haldið því fram að landnemabyggðin hafi ekki brotið gegn alþjóðalögum. Í júní munu Ísraelar fagna því að 40 ár eru frá stríðinu.

Breska blaðiði Independent hefur undir höndum afrit af leyniskjali sem Meron ritaði stjórnvöldum og var merkt sem afar áríðandi. Í því segir að uppbyggingin brjóti gegn ákvæðum fjórða Genfarsáttmálans.

Meron komst lífs af úr útrýmingarbúðum Gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Hann er nú er forseti Alþjóða stríðsglæpadómstólsins og dæmir í málefnum fyrrum Júglóslavíu. Hann sagði veru gyðinga á Vesturbakkanum vera helsta vandamálið sem hamlaði friði á svæðinu. „Ég hefði komist að sömu niðurstöðu í dag."

Í það minnsta 240 þúsund Gyðingar búa á Vesturbakkanum.

Rökin fyrir því að landnámabyggðin sé ólögleg er tilgreind í ályktun Sameinuðu þjóðanna og í plaggi frá Alþjóðadómsstólnum sem fordæmdi múrinn sem reistur var á svæðinu árið 2004.

Minnisblaðið var skrifað í September 1967 þegar stjórnvöld í Ísrael voru að íhuga gyðingabyggð á Vesturbakkanum og á Gólanhæðum sem hernumdar voru í sex daga stríðinu í Sýrlandi. Í því sagði að alþjóðasamfélagið hefði hafnað rökunum um að vesturbakkinn væri ekki „venjulegt hernumið svæði." Staða Ísraela í heild væri sú að þeir væru íbúar á hernumdu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×