Innlent

Eldur í timburhúsi á Sólheimum

Lögreglan vinnur að því að hefta sinubruna sem kviknaði út frá eldinum.
Lögreglan vinnur að því að hefta sinubruna sem kviknaði út frá eldinum. MYND/Þórir Guðmundsson

Stórt timburhús á Sólheimum í Grímsnesi logar nú glatt og leggur svartan reyk yfir nágrennið. Slökkvilið vinnur að því að ná tökum á eldinum og eru slökkvibílar frá Selfossi, Laugarvatni og Reykholti á staðnum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni í húsinu. Það er að hruni komið en slökkvilið reynir einnig að slökkva sinuelda sem kviknað hafa í norðanvindinum.

Sólheimar fluttu húsið frá Reykjavík og ætluðu að gera það upp. Leyfi fékkst hins vegar ekki fyrir því. Húsið stóð áður við Laugarveg og var kallað hús Samúels söðlasmiðs.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×