Innlent

Allt að verða klárt fyrir kvöldið

Það styttist í lævi blandið loftið í Laugardalshöllinni en þar er allt að verða klárt fyrir tónleika stórsöngkonunnar Bjarkar í kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikar listakonunnar á Íslandi í sex ár en þeir marka upphaf tónleikaraðar hennar um heiminn vegna útkomu nýrrar breiðskífu, Volta.

Höllin verður opnuð klukkan hálf sjö í kvöld en að sögn tónleikahaldara stígur Björk á svið á slaginu klukkan átta. Enn eru til miðar á tónleika Bjarkar en miðasala hófst í Höllinni á hádegi. Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár, nema ungmennin komi í fylgd með fullorðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×