Erlent

Íranar halda kjarnorkuáætlun sinni áfram

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti á fréttamannafundi í dag að Íranar myndu ekki láta undan þrýstingi vesturveldanna og gefa kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Ahmadinejad er enn að tala og hefur ekki skýrt nákvæmlega frá því hvað felst í yfirlýsingu hans.

Háttsettur embættismaður Írana sagði þó í dag að þeir hefðu hafið framleiðslu á auðguðu úrani í iðnaðarmagni. Fréttaskýrendur segja því líklegt að Ahmadinejad muni skýra frá því að Íranar hafi byggt 3.000 nýjar skilvindur en með þeim tekur um eitt ár fyrir Írana að framleiða nógu mikið úran til þess að búa til kjarnorkusprengju.


Tengdar fréttir

Búist við tilkynningu um kjarnorkuáætlun

Búist er við því að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, skýri frá því í dag að Íranar ætli að hefja auðgun úrans í stórum stíl. Hingað til hafa þeir aðeins verið með örfáar skilvindur, eða um 350, í tilraunaskyni. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur sagt að Íranar hafi sett upp 300 skilvindur í viðbót og hugsanlegt er að nú verði tilkynnt að hafin hafi verið uppsetning á 3.000 skilvindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×