Vilja lækka skatta, hægja á virkjunarmálum og stórauka vegaframkvæmdir Jónas Haraldsson skrifar 9. apríl 2007 16:27 Geir H. Haarde, formaður sjálfstæðisflokksins. MYND/Heiða Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan. Innlent Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan.
Innlent Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira