Innlent

Sprenging í notkun á skíðahjálmum

Framkvæmdastjóri Skíðasambandsins segir sprenginu hafa orðið í notkun á skíðahjálmum. En betur má ef duga skal. Börn eiga lögum samkvæmt að nota hjálma á reiðhjóli en hvergi er kveðið á um að þau noti hjálm á skíðum.

Sjúkraliðar, sem sinntu Dorrit Moussaief forsetafrú, eftir að hún slasaðist í skíðabrekku í Bandaríkjunum nýverið segja að þakka megi það skíðahjálmi að Dorrit sé á lífi.

Í fjöldamörg ár hefur það verið skylda að nota hjálm við keppni og æfingar hér á landi og almenningur virðist í auknum mæli farinn að gera slíkt hið sama eins og sást í brekkum Bláfjölla í dag.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ísland, segir að fólk ætti að líta á slysið, sem Dorrit lenti í, ábendingu um að nota hjálm þegar það er á skíðum. Sjálfur átti Ólafur í erfiðleikum með það í fyrstu að setja upp hjálm enda þótti honum það asnalegt en nú skíðar hann ekki öðruvísi. Því fer fjarri að forsetinn einn hafi upplifað sig asnalegan með hjálm á höfði. Það virðist landlægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×