Erlent

Stjórnarandstæðingum kennt um

Frá vettvangi í Bangkok í Taílandi í gær.
Frá vettvangi í Bangkok í Taílandi í gær. MYND/AP

Þrír týndu lífi og tæplega fjörutíu særðust þegar átta sprengjur sprungu í Bangkok, höfuðborg Taílands, síðdegis í gær. Hinir látnu voru allir Taílendingar en sex úr hópi særðra voru erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi og Serbíu.

Enginn hefur lýst árásunum á hendur sér en forsætisráðherra landsins telur víst að þar hafi andstæðingar stjórnvalda verið að verki. Her Taílands steypti Shinawatra, forsætisráðherra, í september í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×