Erlent

Nýju ári fagnað víða um heim

Sinn er siður í hverju landi þegar kemur að því að fagna nýju ári.

Í New York var ekki brugðið út af hefðinni og tímamótunum fagnað á Times-torgi. Talið er að rúmlega milljón manns hafi komið saman á torginu og tekið á móti 2007. Talið er niður með þartilgerðri kúlu á torginu ár hvert og engin undanteknir varð á því nú. Skrautsýningin var mikil og má ætla að borgarstarfsmenn í New York hafi haft nót að gera við hreinsunarstörf í morgun.

Í Lundúnum fögnuðu rúmlega hundrað þúsund manns um leið og Big Ben hringdi inn nýtt ár á miðnætti. Tíu mínútna flugeldasýning tók síðan við.

Engin formlega hátíðarhöld voru skipulögð í Parí í Frakklandi í nótt. Það kom ekki í veg fyrir fjölmenn fagnaðarlæti á Champs-Elysee.

Nýju ári var tekið fagnandi við Brandenborgar hliðið í Berlín þar sem efnt var til rokktónleika í gærkvöldi.

Í Búlgaríu og Rúmeníu var ekki einvörðungu verið að fagna nýju ári því ríkin gengu í Evrópusambandið á miðnætti og var þeim afanga fagnað í höfuðborgunum Búkarest og Sófíu. Samningaviðræðum ríkjanna við sambandið lauk fyrir tveimur árum og það var svo í september síðastliðnum sem aðlögun var lokið og framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir að ríkin gætu gengið í sambandið.

Í Norður-Kóreu var nýju ári fangað með því að minnast látna leiðtogans Kim Il-Sung. Norðurkóreumenn söfnuðust saman við minnismerki um hann og lögðu blóm að því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×