Tyra og Paris rasa út í Reykjavík 24. febrúar 2007 09:30 Lygilegir hlutir eiga sér stað hjá Gleðileikhúsinu en þar er skyggnst um í öngstrætum Ísmericu. MYNDVilhelm Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Nýlega var efnt til fyrstu ferðarinnar um Ísmericu en fyrrgreind kvendi eru fylgismeyjar í harla óvenjulegri leiksýningu sem ber þann titil. Að baki því uppátæki standa tvær ungar leikkonur, Aðalbjörg Árnadóttir og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sem eru félagar í hinu nýstofnaða Gleðileikhúsi. „Þetta er óvissu- og ævintýraleikhús,“ útskýrir Magnea og harðneitar að gefa meira upp um framvindu þessarar óvenjulegu sýningar. Sýningin eða ferðalagið hefst við Kramhúsið í Bergstaðastræti en svo verður að koma í ljós hvar ævintýrið endar. Magnea áréttar að lygilegir hlutir eigi sér stað enda vart annað hægt með aðrar eins persónur í farteskinu. Hér á landi er ekki rík hefð fyrir leikhúsformi sem þessu en Magnea útskýrir að enginn þurfi að óttast að markmið sýningarinnar sé að hrella fólk. „Þetta er vitanlega nýtt og spennandi form en markmið Gleðileikhússins er fyrst og fremst að gleðja fólk í skamm-deginu,“ segir leikkonan hug-hreystandi og útskýrir að sýningin hafi þegar mælst vel fyrir hjá leikhúsgestum, sem hafi fagnað kynnum sínum af Ísmeriku. Upplýsingar um sýninguna má nálgast í síma 551-0343. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörnum á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykjavík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Nýlega var efnt til fyrstu ferðarinnar um Ísmericu en fyrrgreind kvendi eru fylgismeyjar í harla óvenjulegri leiksýningu sem ber þann titil. Að baki því uppátæki standa tvær ungar leikkonur, Aðalbjörg Árnadóttir og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sem eru félagar í hinu nýstofnaða Gleðileikhúsi. „Þetta er óvissu- og ævintýraleikhús,“ útskýrir Magnea og harðneitar að gefa meira upp um framvindu þessarar óvenjulegu sýningar. Sýningin eða ferðalagið hefst við Kramhúsið í Bergstaðastræti en svo verður að koma í ljós hvar ævintýrið endar. Magnea áréttar að lygilegir hlutir eigi sér stað enda vart annað hægt með aðrar eins persónur í farteskinu. Hér á landi er ekki rík hefð fyrir leikhúsformi sem þessu en Magnea útskýrir að enginn þurfi að óttast að markmið sýningarinnar sé að hrella fólk. „Þetta er vitanlega nýtt og spennandi form en markmið Gleðileikhússins er fyrst og fremst að gleðja fólk í skamm-deginu,“ segir leikkonan hug-hreystandi og útskýrir að sýningin hafi þegar mælst vel fyrir hjá leikhúsgestum, sem hafi fagnað kynnum sínum af Ísmeriku. Upplýsingar um sýninguna má nálgast í síma 551-0343.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira