Erlent

Samgönguráðherra biðst afsökunar

Það var allt stopp á þjóðvegum Noregs, í gær.
Það var allt stopp á þjóðvegum Noregs, í gær.

Samgönguráðherra Noregs hefur beðið landsmenn afsökunar á því að þúsundir manna sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman, í snjókomunni í gær. Liv Signe Navarseti kennir um útboðum á viðhaldi vega, þar sem meira sé hugsað um verð en gæði þjónustunnar. Hún er þó ekki á því að Vegagerðin taki aftur við viðhaldi og mokstri.

Navarseti segir að það sé náttúrlega ófært að fólk sitji fast langtímum saman á mikilvægum Evrópuvegi, og lofar að málið verði skoðað. Stjórnarandstaðan telur það haldlítið að kenna útboðum um þetta ófremdarástand. Það sé hlutverk Vegagerðarinnar að sjá um að hlutirnir séu gerðir almennilega, hvort sem hún gerir þá sjálf eða lætur verktaka um það.

Andstaðan segir það fáránlegt að ein ríkasta þjóð í heimi geti ekki sómasamlega rutt snjó af þjóðbrautum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×