Um afskipti hæstaréttardómara af dómsmálum Sigurður Líndal skrifar 27. mars 2007 05:00 Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun