Erlent

Ný höfuðborg Mjanmar sýnd í fyrsta sinn

Herforingjastjórnin í Asíuríkinu Mjanmar, áður þekkt sem Burma, hefur í fyrsta sinn hleypt blaðamönnum inn í nýja höfuðborg landsins, Naypyidaw . Borgin var byggð frá grunni fyrir nokkrum misserum í frumskógi um 460 kílómetra frá gömlu höfuðborginni Yangoon. Hún er sögð íburðarmikil og þægindi eru þar talsvert meiri en gengur og gerist í öðrum borgum landsins. Opinberir embættismenn voru skyldaðir til að flytjast þangað fyrir hálfu öðru ári en blaðamenn fengu að sjá borgina í fyrsta sinn í dag, í tilefni árlegrar hersýningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×