Innlent

Kosningabaráttan í Verzló kostar mikið

Dæmi eru um að frambjóðendur í Verzlunarskóla Íslands eyði á annað hundrað þúsund króna í kosningabaráttu fyrir nemendakosningar. Forseti Nemendafélagsins segir baráttuna geta gengið alltof langt. Einn nemandi skólans sagðist ekki tíma að fara í framboð því kostnaðurinn væri of mikill.

Nemendakosningar í Verslunarskólanum eru á föstudaginn og það er greinilegt að frambjóðendur leggja mikið á sig til að ná í atkvæðin. Þeir heyja kosningabaráttu sína á marmara skólans, prenta út plaggöt, bæklinga og nafnspjöld sem kosta samkvæmt heimildum fréttastofu fleiri tugi þúsunda. Þá bjóða þeir upp á sælgæti, gos og skyndibita. Fréttastofa fékk ekki leyfi til að tala við frambjóðendur og fékk þær skýringar að það bryti í bága við kosningareglurnar. Kosningabaráttan mætti ekki fara út fyrir skólann.

Tveir frambjóðendur sem sækjast eftir forsetaembætti nemendafélagsins sögðu við fréttastofu að kosningabarátta hvors um sig kostaði um og yfir hundrað þúsund krónur. Þau væru með fjölda styrktaraðila og borguðu minnst úr eigin vasa. Vilmundur Sveinsson forseti nemendafélags Verslunarskóla Íslands segir kosningabaráttuna stundum ganga of langt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×