Innlent

Sjóvá og Ístak skoða 2+2 Suðurlandsveg

Tölvugerð mynd af lausn Sjóvá og Ístaks.
Tölvugerð mynd af lausn Sjóvá og Ístaks. MYND/Vísir
Sjóvá og Ístak hafa skoðað lausn sem byggir á 2+2 Suðurlandsvegi sem gæti flýtt framkvæmdum og gert það að verkum að tvöfaldur Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss væri tilbúinn árið 2010. Þessi lausn byggir á nokkrum mislægum vegamótum og hringtorgum, 2,5 metra bili á bili akreina, upplýstri akstursleið og vegriði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var frá þeim í kvöld.

Í henni segir jafnframt að þeirra lausn sé aðeins 30-40% dýrari en 2+1 vegur. Einnig segja þeir að öryggi við veginn eigi eftir að aukast töluvert þar sem engar vinstribeygjur verða leyfðar þvert á meginstraum og að ljósastaurar verða staðsettir í miðdeili innan vegriðs sem kemur í veg fyrir slys vegna aksturs á ljósastaura.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×