Blair tilbúinn að beita nýjum aðferðum 27. mars 2007 22:36 MYND/AFP Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í dag að ef að bresku sjóliðarnir, sem Íranar tóku fasta á föstudaginn, yrðu ekki látnir lausir bráðlega væri hann tilbúinn að beita öðrum aðferðum en viðræðum. Bretar sögðu í gær að þeir myndu brátt sýna sönnunargögn sem tækju af allan vafa um hvar sjóliðarnir hefðu verið staddir. Íranar fullyrða að vel sé farið með sjóliðana 15 en neita jafnframt að segja hvar þeir eru niðurkomnir. Íranar hafa einnig neitað að útiloka þann möguleika að mennirnir 15 verði sóttir til saka fyrir að hafa verið í óleyfi á írönsku hafsvæði. Talsmaður Blairs sagði að Blair myndi ekki reka íranska diplómata frá Bretlandi eða beita hernaðaraðgerðum heldur myndu þeir einfaldlega sýna sönnunargögnin og krefjast lausnar sjóliðanna. Hins vegar gæti það haft slæm áhrif á sambúð Írans og Íraks og deilur á milli þeirra gætu magnast ef sannað þykir að Íranar hafi verið á írösku hafsvæði. Sumir óttast að örlög sjóliðanna 15 eigi eftir að velta á kjarnorkudeilu vesturveldanna og Írana sem og ásökunum Bandaríkjamanna um að Íranar sjái uppreisnarmönnum í Írak fyrir vopnum. Bandaríkjamenn settu í dag á fót sína stærstu heræfingu í Persaflóanum síðan ráðist var inn í Írak árið 2003. Herflugvélar tóku sig á loft af flugmóðurskipum sem þar eru og líktu eftir sprengjuárásum rétt fyrir utan strönd Írans. Bandaríski herinn fullyrðir þó að þessi sýning á hernaðarlegri getu þeirra tengist ekkert handtöku sjóliðanna. Erlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í dag að ef að bresku sjóliðarnir, sem Íranar tóku fasta á föstudaginn, yrðu ekki látnir lausir bráðlega væri hann tilbúinn að beita öðrum aðferðum en viðræðum. Bretar sögðu í gær að þeir myndu brátt sýna sönnunargögn sem tækju af allan vafa um hvar sjóliðarnir hefðu verið staddir. Íranar fullyrða að vel sé farið með sjóliðana 15 en neita jafnframt að segja hvar þeir eru niðurkomnir. Íranar hafa einnig neitað að útiloka þann möguleika að mennirnir 15 verði sóttir til saka fyrir að hafa verið í óleyfi á írönsku hafsvæði. Talsmaður Blairs sagði að Blair myndi ekki reka íranska diplómata frá Bretlandi eða beita hernaðaraðgerðum heldur myndu þeir einfaldlega sýna sönnunargögnin og krefjast lausnar sjóliðanna. Hins vegar gæti það haft slæm áhrif á sambúð Írans og Íraks og deilur á milli þeirra gætu magnast ef sannað þykir að Íranar hafi verið á írösku hafsvæði. Sumir óttast að örlög sjóliðanna 15 eigi eftir að velta á kjarnorkudeilu vesturveldanna og Írana sem og ásökunum Bandaríkjamanna um að Íranar sjái uppreisnarmönnum í Írak fyrir vopnum. Bandaríkjamenn settu í dag á fót sína stærstu heræfingu í Persaflóanum síðan ráðist var inn í Írak árið 2003. Herflugvélar tóku sig á loft af flugmóðurskipum sem þar eru og líktu eftir sprengjuárásum rétt fyrir utan strönd Írans. Bandaríski herinn fullyrðir þó að þessi sýning á hernaðarlegri getu þeirra tengist ekkert handtöku sjóliðanna.
Erlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent