Reka hótel í Ölpunum Roald Eyvindsson skrifar 16. maí 2007 08:00 Þorgrímur Kristjánsdóttir og Þuríður Þórðardóttir reka hótelið Skihotel Speiereck í Ölpunum, en árlega leggur fjöldi Íslendinga leið sína þangað á vegum ferðaskrifstofunnar Heimsferða. „Hótelið kallast Skihotel Speiereck og er í litlu fjallaþorpi, Sankt Michael, 100 km suður af Salzburg. Við erum á Alpahryggnum í sólríkasta hluta Austurríkis,“ útskýrir annar eigendanna, Þorgrímur Kristjánsson, hress í símann og bætir við að náttúrufegurðin sé engu lík, þar sem fjöllin gnæfi beggja megin við hótelið og allt sé í blóma á sumrin. Að sögn Þorgríms er hótelið átján herbergja og í svokölluðum rustik-stíl, sem er gamaldags Alpastíll og einkennist af miklum tréútskurði. Hann segir hótelið búið öllum helstu nútímaþægindum, þar á meðal saunu, líkamsræktarherbergi og ljósabekk og stórum veitingasal með útsýni suður yfir fjöllin, sem eru sum allt að 2.500 metra há. „Hótelgestirnir þurfa síðan ekki að hafa áhyggjur af því að leiðast,“ segir Þorgrímur. „Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér eru frábærar gönguleiðir og hægt að leigja sér fjallahjól. Fólk getur alltaf haft viðkomu í veitingaskálum, sem eru allt um kring, og fengið sér hressingu. Hér fást heimagerðar gúllassúpur, ostar, pylsur og speck, sem er vindþurkkað svína- og nautakjöt. Þá er hægt að fara í útreiðatúra, river-rafting, fjallaklifur og golf. Svo er sjóskíða- og seglbrettaleiga í hálftíma akstursfjarlægð. Svæðið breytist síðan í skíðaparadís á veturna.“ Þorgrímur segir að ef um stóra hópa sé að ræða, tuttugu manns og fleiri, þá sé heljarinnar veislu slegið upp meðan á dvölinni stendur. „Við bjóðum upp á heilt grillað svín, sem er borið fram á bretti skreytt stjörnuljósum. Eftir mat heldur austurrísk tírólahljómsveit uppi fjörinu. Allt er gert til að gestunum líði sem best.“ Austurríki Skíðaíþróttir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira
„Hótelið kallast Skihotel Speiereck og er í litlu fjallaþorpi, Sankt Michael, 100 km suður af Salzburg. Við erum á Alpahryggnum í sólríkasta hluta Austurríkis,“ útskýrir annar eigendanna, Þorgrímur Kristjánsson, hress í símann og bætir við að náttúrufegurðin sé engu lík, þar sem fjöllin gnæfi beggja megin við hótelið og allt sé í blóma á sumrin. Að sögn Þorgríms er hótelið átján herbergja og í svokölluðum rustik-stíl, sem er gamaldags Alpastíll og einkennist af miklum tréútskurði. Hann segir hótelið búið öllum helstu nútímaþægindum, þar á meðal saunu, líkamsræktarherbergi og ljósabekk og stórum veitingasal með útsýni suður yfir fjöllin, sem eru sum allt að 2.500 metra há. „Hótelgestirnir þurfa síðan ekki að hafa áhyggjur af því að leiðast,“ segir Þorgrímur. „Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér eru frábærar gönguleiðir og hægt að leigja sér fjallahjól. Fólk getur alltaf haft viðkomu í veitingaskálum, sem eru allt um kring, og fengið sér hressingu. Hér fást heimagerðar gúllassúpur, ostar, pylsur og speck, sem er vindþurkkað svína- og nautakjöt. Þá er hægt að fara í útreiðatúra, river-rafting, fjallaklifur og golf. Svo er sjóskíða- og seglbrettaleiga í hálftíma akstursfjarlægð. Svæðið breytist síðan í skíðaparadís á veturna.“ Þorgrímur segir að ef um stóra hópa sé að ræða, tuttugu manns og fleiri, þá sé heljarinnar veislu slegið upp meðan á dvölinni stendur. „Við bjóðum upp á heilt grillað svín, sem er borið fram á bretti skreytt stjörnuljósum. Eftir mat heldur austurrísk tírólahljómsveit uppi fjörinu. Allt er gert til að gestunum líði sem best.“
Austurríki Skíðaíþróttir Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira