Allt útlit fyrir að stjórnin haldi velli - Jón Sigurðsson inni á þingi 13. maí 2007 06:44 MYND/Valgarður Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með minnsta mun, 32 þingmönnum gegn 31 stjórnarandstöðunnar þegar búið er að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verið hefur úti í alla nótt er kominn inn. Róbert Marshall úr Samfylkingunni er hins vegar á leið út og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, kemur í hans stað í Suðurkjördæmi sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lokið var við að telja atkvæði í Suðurkjördæmi á sjöunda tímanum en þar kusu 25.789 af 30.592 og var kjörsókn því um 84 prósent. Framsóknarflokkurinn féll 18,7 prósent atkvæða og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn bætti einum manni við sig og fékk fjóra. Fylgi flokksins reyndist 36 prósent í kjördæminu. Frjálslyndir hlutu 7 prósent atkvæða og því komst Grétar Mar Jónsson á þing. Samfylkingin tapaði hins vegar tveimur mönnum og fékk 26,7 prósent í kosningunum og tvo menn. Róbert Marshall er ekki inni en hann hefur verið það í allt kvöld og nótt. Vinstri græn fengu 9,9 prósent og einn mann en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni með 1,7 prósenta fylgi. Um 25 prósenta útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Síðustu tölur lágu einnig fyrir í Norðausturkjördæmi nú á sjöunda tímanum og þar fengu framsóknarmenn 24,2 prósent og eru með tvo menn miðað við nýjustu tölur. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokkurinn 28 prósenta fylgi og þrjá menn og Samfylkingin fær einnig þrjá menn með 20,8 prósenta fylgi. Vinstri gærn fá inn tvo menn með 19,6 prósent. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin náðu inn manni, frjálslyndir með 5,9 prósent og Íslandshreyfinging 1,2. EF horft er til landsins alls hefur: Framsókn (B) - 11,9% - Átta þingmenn Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn Frjálslyndi flokkurinn (F) - 7,2% - Fjórir þingmenn Íslandshreyfingin (I) - 3,3% - Enginn þingmaður Samfylkingin (S) - 26,9% - 18 þingmenn Vinstri grænir (V) - 14,3% - Níu þingmenn Kosningar 2007 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með minnsta mun, 32 þingmönnum gegn 31 stjórnarandstöðunnar þegar búið er að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verið hefur úti í alla nótt er kominn inn. Róbert Marshall úr Samfylkingunni er hins vegar á leið út og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, kemur í hans stað í Suðurkjördæmi sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lokið var við að telja atkvæði í Suðurkjördæmi á sjöunda tímanum en þar kusu 25.789 af 30.592 og var kjörsókn því um 84 prósent. Framsóknarflokkurinn féll 18,7 prósent atkvæða og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn bætti einum manni við sig og fékk fjóra. Fylgi flokksins reyndist 36 prósent í kjördæminu. Frjálslyndir hlutu 7 prósent atkvæða og því komst Grétar Mar Jónsson á þing. Samfylkingin tapaði hins vegar tveimur mönnum og fékk 26,7 prósent í kosningunum og tvo menn. Róbert Marshall er ekki inni en hann hefur verið það í allt kvöld og nótt. Vinstri græn fengu 9,9 prósent og einn mann en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni með 1,7 prósenta fylgi. Um 25 prósenta útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Síðustu tölur lágu einnig fyrir í Norðausturkjördæmi nú á sjöunda tímanum og þar fengu framsóknarmenn 24,2 prósent og eru með tvo menn miðað við nýjustu tölur. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokkurinn 28 prósenta fylgi og þrjá menn og Samfylkingin fær einnig þrjá menn með 20,8 prósenta fylgi. Vinstri gærn fá inn tvo menn með 19,6 prósent. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin náðu inn manni, frjálslyndir með 5,9 prósent og Íslandshreyfinging 1,2. EF horft er til landsins alls hefur: Framsókn (B) - 11,9% - Átta þingmenn Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn Frjálslyndi flokkurinn (F) - 7,2% - Fjórir þingmenn Íslandshreyfingin (I) - 3,3% - Enginn þingmaður Samfylkingin (S) - 26,9% - 18 þingmenn Vinstri grænir (V) - 14,3% - Níu þingmenn
Kosningar 2007 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira