Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á Glastonbury-hátíðinni í Bretlandi í sumar. Mun hún stíga á svið föstudagskvöldið 22. júní.
Þessi mikilsvirta hátíð er önnur hátíðin sem Björk hefur boðað komu sína á því stutt er síðan hún samþykkti að koma fram á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjunum. Björk er að leggja lokahönd á nýja plötu þar sem hún vinnur með þekktum nöfnum á borð við Timbaland og Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons.