Lífið

Enn eitt hneykslið fyrir Paris

Paris Hilton á leið í samkvæmi til foreldra sinna, Rick og Kathy Hilton, í New York síðastliðið sumar.
Paris Hilton á leið í samkvæmi til foreldra sinna, Rick og Kathy Hilton, í New York síðastliðið sumar. MYND/AP

Samkvæmisljónið Paris Hilton hefur verið afhjúpuð enn á ný, en afar persónulegir munir hótelerfingjans eru nú til sýnis á internetinu. Á þriðjudag opnaði vefsíðan ParisExposed.com, en þar er að finna dagbækur, myndir, heimavídeó, ástarbréf og hljóðrituð símtöl Parísar auk símanúmera ýmissa þekktra einstaklinga.

Hlutirnir voru í geymsluhúsnæði í Los Angeles en voru settir á uppboð þegar sá sem var skráður fyrir geymslunni greiddi ekki reikninginn upp á tæpar 15 þúsund íslenskar krónur.

Elliot Mintz talsmaður Parisar sagði AP fréttastofunni að aðilinn sem keypti hlutina á uppboðinu hafi komið þeim í hendur miðlara til að koma þeim í verð.

Mánaðarlegt gjald fyrir aðgang að vefsíðunni eru tæpar 3 þúsund krónur, en þar er að finna vídeódagbækur upp á mörg hundruð klukkutíma, einkasímanúmer og persónuleg email.

Elliot sagði að verið væri að skoða lagalega stöðu Parisar varðandi málið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem einkalíf Parísar er afhjúpað almenningi. Árið 2003 lak kynlífsmyndband af Paris og þáverandi kærasta hennar á netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×