Viðskipti innlent

Framleiðslan mest hér og verðlagið hátt

Verg landsframleiðsla á mann hér er mest, eða 29 prósent yfir meðaltali 25 ríkja Evrópusambandsins. Verðlag er sömuleiðis hlutfallslega hæst hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs verðsamanburðar árið 2004 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2005.

í niðurstöðunum, sem finna má í Hagtíðindum Hagstofa Íslands, kemur fram að hlutfallslegt verðlag er 44 prósentum yfir meðaltalinu fyrir landsframleiðsluna í heild og 69 prósentum yfir því fyrir mat og drykkjarvörur. Niðurstöðurnar eru afar mismunandi milli ríkja, að sögn Hagstofunnar.

Landsframleiðsla er mann er minnst í Makedóníu, 26 prósent af meðaltali ESB, en mest í Lúxemborg, 151 prósent yfir meðaltalinu.

Samanburðurinn nær til Íslands auk 32 annarra Evrópuríkja, það er 25 ríkja Evrópusambandsins, Noregs og Sviss, Búlgaríu, Rúmeníu, Tyrklands, Króatíu og Makedóníu. Niðurstöðurnar sýna jafnvirðisgildi, hlutfallslegt verðlag, verðmæti og magn landsframleiðslu, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Hagtíðindi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×