Erlent

Hóta áframhaldandi árásum

Grísku öfgasamtökin Byltingarbaráttan hótuðu í morgun að standa fyrir fleiri árásum í landinu, bæði á ráðamenn og byggingar. Í yfirlýsingu sinni lýsa samtökin ábyrgð á flugskeytaárás á bandaríska sendiráðið í Aþenu fyrr í mánuðinum en enginn slasaðist í henni. Þau séu staðráðin í að flæma allt erlent herlið burt frá landinu og steypa þeim stjórnmálamönnum af stóli sem fylgja Bandaríkjamönnum að málum. Byltingarbaráttan hefur staðið fyrir nokkrum hryðjuverkum í Grikklandi undanfarin misseri, meðal annars reyndu samtökin að myrða menningarmálaráðherra landsins síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×