Viðskipti innlent

Kaupþing leiðir kaup á Phase Eight

Kaupþing hefur ásamt hópi fjárfesta keypt bresku tískuvöruverslunina Phase Eight á 51,5 milljónir punda, sem nemur tæpum sjö milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Times.

Á meðal fjárfesta í kaupunum eru Saj Shah og Ian Findlay, forstjóri og framkvæmdastjóri tískuvörukeðjunnar Jane Norman, fjárfestirinn Robert Tchenguiz og Michael Rahamim, fyrrum forstjóri Kookai.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×