Erlent

Breska kirkjan andvíg ættleiðingum samkynhneigðra

Cormac Murphy-O'Connor, kardináli
Cormac Murphy-O'Connor, kardináli

Tilfinningaþrungin deila hefur sprottið upp í Bretlandi á milli ensku Biskupakirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar annars vegar og ríkisins hins vegar. Ný lög um jafnrétti sem taka gildi í apríl munu enda þá mismunun sem samkynhneigð pör sem vilja ættleiða barn hafa orðið fyrir. Kirkjunnar menn eru alfarið á móti því að nýju lögin nái yfir ættleiðingaskrifstofur kirkjunnar.

Erkibiskuparnir Rowan Williams og John Sentamu skrifuðu forsætisráðherranum Tony Blair stuðningsbréf við það viðhorf Cormac Murphy-O´Connor kardinála, að ef ættleiðingarskrifstofur á vegum kirkjunnar verði þvingaðar til að leyfa samkynhneigðum að ættleiða gangi það þvert á kenningar kirkjunnar. K

ardinálinn sagði einnig að ef loka þyrfti ættleiðingarskrifstofum á vegum kirkjunnar yrði það harmleikur. Ýmsir stjórnmálamenn hafa tjáð sig um málið en Tony Blair forsætisráðherra segist persónulega hlynntur því að samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Hann segist skuldbundinn því að lægja öldurnar í þessu viðkvæma máli. Ættleiðingarskrifstofur á vegum kirkjunnar eru 12 í Englandi og Wales og sjá um 1/3 ættleiðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×