Erlent

ElBaradei hvetur til viðræðna

Mohamed ElBaradei, aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
Mohamed ElBaradei, aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AP

Aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), Mohamed ElBaradei, sagði í dag að eina leiðin til þess að leysa deiluna við Írani væri að hefja viðræður við þá. Þetta kom fram á hringborðsumræðum um útbreiðslu kjarnavopna hjá Efnahagsstofnun heimsins.

„Við verðum að fjárfest í friði," sagði ElBaradei og bætti við að ef alþjóðasamfélaginu mistækist það „yrðu afleiðingarnar tíu sinnum verri." Forsætisráðherra Pakistans, Shaukat Aziz, tók undir þessi orð hans og sagði að árásir gegn Íran myndu hafa hrikalegar afleiðingar. „Ef það verða hernaðaraðgerðir munu þær hafa hrikalegar afleiðingar, ekki aðeins á því svæði, heldur um allan heim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×