Innlent

Deilt um stækkun

Andstæðingar stækkunar álversins í Straumsvík saka Lúðvík Geirsson, bæjarstjórann í Hafnarfirði um blekkingar og telja víst að meirihluti Hafnfirðinga muni hafna stækkuninni í íbúakosningu. Bæjarstjórinn segist hlynntur fyrirliggjandi áformum en setur þó nokkra fyrirvara.

Meirihluti Hafnfirðinga er á móti stækkun álversins í straumsvísk samkvæmt nýrri könnun og nú er ljóst að íbúar í bæjarfélaginu muni kjósa um deiliskipulagstillögu 31. mars sem snýr að þeirri stækkun. Tillaga var kynnt í gær og er pólitísk sátt um að leggja tillöguna fyrir en það þýðir ekki að sátt sé um stækkunina. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri sagði í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag að hann teldi að hugur hafnfirðinga myndi snúast á sveif með stækuninni þegar forsendur lægju fyrir. Sjálfur segist bæjarstjórinn sáttur við áformin að uppfylltum þremur skilyrðum. Þau snéru að því hver bæri kostnað við færslu Reykjanesbrautar, ákveðnum þáttum er snéru að raflínum og því hvernig skattamálum gamla álvesins yrðir háttað.

Sól í Straum - samtök andstæðinga sætækkunar, telja að bæjarstjóri beiti blekkingum þegar hann haldi því fram að mengun muni ekki aukast. Það eigi einungis við um brennisteinsmengun en í öðrum mengunarflokkum tvöfalldist mengunin eða meira - þá sé ótalin sjónmengun vegna verksmiðju og raflína. Sigurður Þ. Sigmundsson, talsmaður "Sólar" segist viss um að þegar hafnfirðingar hafi kynnt sér málin í kjölinn muni meirihluti þeirra staðfesta andstöðu sína gegn stækkuninni í íbúakosningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×