Erlent

Bandaríkin styrkja Afganistan um 740 milljarða

Rice sést hér á fundi með Jaques Chirac, forseta Frakklands, í París í dag.
Rice sést hér á fundi með Jaques Chirac, forseta Frakklands, í París í dag. MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag að stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, myndi biðja þingið um að heimila 10,6 milljarða dollara fjárveitingu til Afganistan. Þetta jafngildir 740 milljörðum íslenskra króna.

Rice tók fram að 8,6 milljörðum yrði eytt í að þjálfa og nútímavæða afganska herinn og lögregluna. Afgangnum verður eytt í uppbyggingu í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×