Erlent

Dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morð í Írak

Bandaríski hermaðurinn Corey Clagett var í dag dæmdur í fangelsi til 18 ára fyrir þátttöku sína í morði á þremur íröskum föngum. Hann er þriðji hermaðurinn sem er dæmdur í tenglsum fyrir morðin. Þau áttu sér stað nærri borginni Tíkrít í norðurhluta Írak 9. maí 2006.

Enn á eftir að rétta yfir einum hermanni í viðbót vegna málsins og verður það gert á næstu mánuðum. Upphaflega sögðu hermennirnir að þeir hefðu skotið fangana þar sem þeir hefðu verið að reyna að flýja úr haldi hermannanna. Einn þeirra ljóstraði því þó upp á meðan réttarhöldunum stóð að yfirmaður þeirra hefði skipað þeim að sleppa mönnunum og skjóta þá síðan á meðan þeir reyndu að komast í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×