Fimm lögreglubíla þurfti til þess að elta uppi flutningabíl. Lögregla hóf eftirför á Sæbrautinni í Reykjavík og leikurinn stöðvaðist ekki fyrr en komið var upp í Hafnarfjörð við gatnamót Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegs. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort um hraðakstur hafi verið að ræða en ljóst þykir að ökulag bílstjóra flutningabílsins hafi verið hættulegt.
Sem stendur getur lögregla ekkert sagt meira um málið þar sem enn er verið að vinna í því.