Erlent

Hermönnum fjölgað í Afganistan

MYND/AP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, tilkynnir á fundi Norðuratlantshafsbandalagsins (NATO) á morgun að Bandaríkjamenn ætli sér að fjölga hermönnum í Afganistan og auka við fjárhagsaðstoð til þess að gera út af við Talibana. Hún ætlast einnig til þess að bandamenn Bandaríkjanna í NATO geri slíkt hið sama en Evrópulöndin virðast hafa takmarkaðan áhuga á slíkum aðgerðum.

Fulltrúar Evrópulanda í NATO segja að fundurinn á morgun sé ekki fjáröflunarfundur og þeir hafi ekki í hyggju að auka við fjölda hermanna í Afganistan, alla vega ekki um þessar stundir. Margar þjóðir segjast líka vera að gera nóg nú þegar. Alls létust 4000 manns í átökum í Afganistan í fyrra og er það mesta mannfall síðan Bandaríkin réðust þar inn fyrir nærri sex árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×