Veikir þingið Þorsteinn Pálsson skrifar 20. október 2007 02:00 Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar