Erlent

Kjarnorkusprengjur yfir Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar

Bandaríski flugherinn hefur rekið sjötíu liðsmenn flugsveitar - þar af fjóra háttsetta foringja- eftir að B-52 sprengjuflugvél var flogið með sex kjarnorkusprengjur yfir bandarískt landsvæði í lok ágúst.

Ekki hefur verið brotið jafn rækilega gegn reglum um meðferð kjarnorkuvopna í marga áratugi að sögn fulltrúa Bandaríkjahers. Sex stýriflaugar með kjarnaoddum vour ekki teknar úr flugvélinni áður en henni var flogið til Louisiana en þangað átti að flytja hana. Sérfræðingar segja að ef hún hefði hrapað hefði ekki orðið kjarnorkusprenging en hætta á að geislavirki efni hefðu lekið. Talsmaður Bandaríkjahers segir ekkert afsaka mistök sem þessi.

Þess má geta að fyrir nokkrum áratugum fórst einmitt B-52 sprengjuflugvél með kjarnorkusprengjur innanborðs á Miðjarðarhafi, skammt frá ströndum Spánar. Bandarískum sprengjuflugvélum virðist því ekki bannað að fljúga með kjarnorkusprengjur yfir önnur lönd en Bandaríkin. Ekki varð nein geislamengun í því slysi, og sprengjurnar náðust á land eftir mikla leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×