Vonir um konunglegt brúðkaup í Svíþjóð Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 12:25 Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira