Innlent

Vill leggja niður embætti kirkjumálaráðherra

Óli Tynes skrifar
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra málaráðherra, sagði við upphaf kirkjuþings í dag að kirkjumálaráðherra hefði ekki lengur nein völd varðandi ytri mál kirkjunnar. Ráðherrann taldi það af hinu góða og sagði;

Á vettvangi ríkisstjórnar og við biskup hefur verið rætt, hvort við hinar nýju aðstæður í samskiptum ríkis og kirkju, sé ástæða til að huga að stöðu þjóðkirkjunnar innan stjórnarráðsins - leggja niður verkefnalausan kirkjumálaráðherra og færa þjóðkirkjuna til forsætisráðherra, þar sem hún skipaði sess með alþingi og embætti forseta Íslands.

Niðurstaða í þessu máli liggur ekki fyrir. Innan kirkjumálaráðuneytisins er sinnt stjórnsýslulegum verkefnum, sem ekki snerta þjóðkirkjuna en þarf að sinna engu að síður og huga þarf að vistun þeirra, má þar nefna skráningu trúfélaga og málefni kirkjugarða.

Tíminn leiðir í ljós, hvernig þessum málum verður skipað. Á hinn bóginn má segja, að það sé rökrétt þróun samskipta ríkis og kirkju síðustu hundrað ár, að nú sé skerpt á sjálfstæði kirkjunnar með breytingu á vettvangi stjórnarráðsins eftir allar hinar miklu breytingar, sem orðið hafa á ytri umgjörð þjóðkirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×