Erlent

Harðir baardagar Palestínumanna

Óli Tynes skrifar
Vígamaður Hamas á Gaza ströndinni.
Vígamaður Hamas á Gaza ströndinni.

Að minnsta kosti tveir Palestínumenn biðu bana og yfir 20 særðust í innbyrðis átökum á Gaza ströndinni í dag. Þar tókust á liðsmenn Hamas og fjölskyldu sem styður Mahmoud Abbas, forseta.

Hjúkrunarfólk segir að annar hinna látnu hafi tilheyrt fjölskyldunni. Hinn var 13 ára drengur sem lenti í skothríðinni milli hinna stríðandi fylkinga.

Fjölskyldan hefur neitað að framselja fimm meðlimi til Hamas, fyrir að hafa tekið þátt í bardögum síðastliðinn miðvkudag.

Þrír Palestínumenn féllu í þeim átökum. Hamas samtökin hertóku Gaza ströndina í júní síðastliðnum og hröktu liðsmenn forsetans á braut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×