Innlent

Dæmdur fyrir skattsvik

MYND/Vísir

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag mann fyrir skattsvik og þarf hann að greiða rúmar átta milljónir í sekt til ríkissjóðs. Hann var einnig dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangelsis. Maðurinn var sakfelldur fyrir að skila virðisaukaskattskýrslum og staðgreiðsluskilagreinum of seint og einnig fyrir vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda.

Ákærði viðurkenndi brot sín fyrir dómnum en hélt því fram að brot hans væru fyrnd en því var dómurinn ekki sammála. Við dómsuppkvaðningu taldist það ákærða til bóta að hann hafði aldrei komist í kast við lögin áður og var fangelsisdómur hans því skilorðsbundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×