Erlent

Flutningaskip strandar við Noregsstrendur

Myndin er úr myndasafni.
Myndin er úr myndasafni. MYND/Valur

Stórt flutningaskip strandaði rétt í þessu fyrir utan Bergen og hefur norska strandgæslan hafið björgunaraðgerðir til þess að koma skipverjum í land. Skipið var ekki með farm en það var á leið til Murmansk að ná í farm. Einhver hætta er talin á því að olía geti lekið úr vélarrúminu. Leki er þegar kominn að vélarrúmi skipsins en veður er slæmt á strandstað.

Skipið heitir Server, er 180 metra langt og er skráð á Kýpur. Fleiri fréttir verða sagðar af málinu þegar meira kemur í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×