Erlent

Leiðtogi norsku launþegasamtakanna sökuð um einelti

Borgin Tromsö í Noregi.
Borgin Tromsö í Noregi. MYND/Vísir

Gerd Liv Valla, leiðtogi norsku launþegasamtakanna LO, hefur verið sökuð um að leggja einstaka undirmenn sína í samtökunum í einelti. Í gær sagði Ingunn Yssen, alþjóðlegur ritari samtakanna, upp störfum eftir að hafa verið lögð í einelti af formanninum í þrjú og hálft ár. Hún hafði verið í veikindafríi í hálft ár áður en hún sagði upp starfinu.

Yssen telur að ástæðan fyrir eineltinu vera að hún neitaði að breyta skýrslu þar sem fram kom að Liv Valla hafi ekki verið nógu virk í umræðunni um Noreg og Evrópusambandið. Eftir það lýsti Liv Valla vonbrigðum sínum með að Yssen gengi með barn. Hún sakaði hana um vanhæfni í starfi auk þess sem hún hún tók ábyrgð af Yssen í veigamiklum málum.

Norska vinnueftirlitið íhugar nú að taka málið fyrir og rannsaka vinnuumhverfi og stjórnunarhætti norsku launþegasamtakanna. Þess má geta að Ingunn Yssen hefur starfað sem ritari og stjórnmálalegur ráðgjafi fjölda ráðherra Verkamannaflokksins. Meðal annars var hún ritari Gerd Liv Valla þegar hún var dómsmálaráðherra árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×