Erlent

Næstu tveir sólarhringar mikilvægir

Blair segir næstu tvo daga feykilega mikilvæga.
Blair segir næstu tvo daga feykilega mikilvæga. MYND/AFP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í morgun að viðræður gætu leitt til lausnar sjóliðadeilunnar og að næstu tveir sólarhringar yrðu mikilvægir. „Það mikilvægasta er að koma fólkinu heim og ef Íranar vilja leysa deiluna með viðræðum er sá möguleiki fyrir hendi." sagði Blair í útvarpsviðtali í Skotlandi.

Fyrr í morgun var tilkynnt að forseti Írans, Mahmoud Ahamdinejad, hefði frestað fréttamannafundi um óákveðinn tíma og er talið að það hafi verið til þess að liðka fyrir viðræðum Breta og Írana. Ahmadinejad notar venjulega fréttamannafundi til þess að úthúða vesturlöndum og stefnu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×