Viðskipti erlent

Viðsnúningur á fasteignamarkaði vestra

Sala á fasteignamarkaði jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í febrúar. Þetta er þvert á spár greinenda, sem gerður ráð fyrir því því að sala myndi dragast saman annan mánuðinn í röð. Til samanburðar féll sala á fasteignamarkaði um 4,2 prósent í Bandaríkjunum í janúar. Tölurnar eiga ekki við um kaup á nýrri fasteign heldur kaup á eldri íbúðum.

Sala á fasteignamarkaði vestanhafs hefur dregist saman um 8,5 prósent á milli ára, samkvæmt bandarísku fréttaveitunni Bloomberg.

Bloomberg segir helstu ástæðuna fyrir því að fasteignamarkaðurinn hafi tekið kipp í febrúar vera þá að fasteignaverð og lántökukostnaður vegna kaupa á fasteignum hafi lækkað. Bloomberg segir ennfremur að lækkun á fasteignaverði hafi aukið bjartsýni fólks vestra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×