Viðskipti innlent

Launavísitalan lækkaði í desember

Launavísitala í desember í fyrra mældist 300,8 stig en það er 0,1 prósentustiga lækkun frá mánuðinum á undan. Lækkunin skýrist af því að áhrifa gætir ekki lengur af 26.000 króna eingreiðslu við endurskoðun kjarasamninga ASÍ og SA á almennum vinnumarkaði sem greidd var í árslok 2005, að sögn Hagstofu Íslands.

Þetta jafngildir því að launavísitalan hafi hækkað um 9,8 prósent síðastliðna 12 mánuði.

Hagstofan segir að launavísitala fyrir helstu launþegahópa á fjórða ársfjórðungi í fyrra hafi hækkað um 1,3 prósent frá fyrri ársfjórðungi. Launavísitala opinberra starfsmanna hækkaði um 1,5 prósent og vísitalan á almennum markaði hækkaði um 1,1 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×