Viðskipti erlent

Ekki einhugur innan japanska seðlabankans

Kona gengur fram hjá upplýsingaskilti um gengi hlutabréfa í Japan.
Kona gengur fram hjá upplýsingaskilti um gengi hlutabréfa í Japan. Mynd/AFP
Einhugur var ekki innan stjórnar japanska seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentustigum í síðustu viku. Seðlabankinn lét af núllvaxtastefnu sinni síðasta sumar þegar hann hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í sex ár.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stjórnarmanni japanska seðlabankans að þótt stjórnin hafi ákveðið að halda vöxtunum óbreyttum að sinni þá hafi þrír af níu stjórnarmönnum verið fylgjandi hækkun. Geti svo farið að stýrivextirnir hækki í næsta mánuði, að hans sögn.

Ákvörðun um óbreytta stýrivexti kom greinendum á óvart enda bjuggust flestir við stýrivaxtahækkun, að sögn BBC.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×