Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur 24. apríl 2007 09:00 Farið er í aðrar áttir en á fyrri plötum sveitarinnar. Stundum tekst þeim frábærlega en á öðrum stöðum er platan ekki upp á marga fiska. Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira