Innlent

Framsóknarmenn útskýra Íslandskortið

Framsóknarráðherrarnir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, standa fyrir opnum fundi á Sólon Bankastræti, þar sem fjallað verður um auðlindanýtingu, náttúruvernd og loftslagsmál. Þar verður Íslandskort Framsóknar um sátt og nýtingar auðlinda útskýrt fyrir fundargestum. Á kortinu má sjá þá staði sem flokkurinn telur að mögulega megi virkja, þá sem Alþingi eigi að taka ákvörðun um og þá sem framsóknarmenn telja alla röskun óheimila. Fundurinn hefst klukkan tólf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×