Innlent

Norðurlönd efst í samkeppnisfærni

Óli Tynes skrifar
Frá fundi Norðurlandaráðs.
Frá fundi Norðurlandaráðs.

Norðurlöndin eru í fremstu röð í mörgum könnunum, sem snúast um alþjóðlega samkeppnisfærni. Fréttabréfið Mandag Morgen segir í þessari viku frá könnun sem Alþjóðabankinn hefur gert um hæfni ríkja til að skapa samkeppnissterkt efnahagslíf.

Fimm efstu löndin af 81 eru Danmörk, Svíþjóð, Finland, Ísland og Noregur. Í Mandag Morgen er jafnframt grein um hvernig Kína og Indland hafa aukið hlut verðmætrar framleiðsluvöru til mikillar muna. Þar er ekki lengur um ódýra iðnaðarframleiðslu að ræða þannig að samkeppnin hefur aukist.

Enn sem komið er stendur norræna velferðaþjóðfélagið sig vel. En rannsókn sem Eurobarometer gerði árið 2006 sýnir að

Danir eru mun ánægðari með hnattvæðinguna en flestir aðrir íbúar í ESB-ríkjum. Í Svíþjóð voru einnig fleiri sem voru jákvæðir en neikvæðir gagnvart hnattvæðingu, en hið gagnstæða er reyndin í Finnlandi og flestum öðrum ESB-ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×