Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum 24. apríl 2007 19:15 Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ. Fréttir Stj.mál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent