Innlent

Færeyingar fjölmenna á menningarnótt

Meðal færeysku gestanna verður vísnasöngvarinn Hanum Gærdum Johansen.
Meðal færeysku gestanna verður vísnasöngvarinn Hanum Gærdum Johansen.

Frændur okkar frá Færeyjum eru sérstakir gestir Menningarnætur í ár. Hátt á fjórða tug listamanna leggja leið sína þaðan og ætla að sýna brot af því besta af bæði færeyskri myndlist og tónlist. Upplýsingarmiðstöð Þórshafnar verður einnig með í för og því hægt að nálgast allskyns upplýsingar um þennan eyjaklasa sem telur 18 eyjar í allt sem á búa 48.000 manns.

Færeysku listamennirnir hafa aðsetur í Tjarnarsal Ráðhússins og þar verður hægt að virða fyrir sér myndverk eftir þá Bárð Jákúpsson og Eyðun af Reyni og hlusta á bæði það nýjasta úr færeysku poppi og þjóðlegan vísnasöng - að ógleymdu vikivaka. Sjálfur Havnarkór Þórshafnar kemur undir stjórn Ólafs Hátún og syngur og dansar - bæði fyrir gesti og ekki síður með þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×