Innlent

Aukafundur í borgarstjórn á morgun vegna málefna REI

Dagur B. Eggertsson segir mikilvægt að borgarstjóri geri hreint fyrir sínum dyrum.
Dagur B. Eggertsson segir mikilvægt að borgarstjóri geri hreint fyrir sínum dyrum. MYND/GVA

Forseti borgarstjórnar varð í dag við óskum minnihlutans í borgarstjórn að boðað yrði til aukafundar vegna málefna Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur.

Fundurinn verður klukkan 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun og eru málefni fyrirtækjanna eina málið á dagskrá fundarins. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, segir megintilgang fundarins að draga umræðuna um REI út úr bakherbergjum út á hinn lýðræðislega vettvang.

„Það er mikilvægt að borgarstjóri geri hreint fyrir sínum dyrum á vettvangi borgarstjórnar. Umræðan hefur hingað til ekki farið fram á forsendum almennings," segir Dagur. Eins kunnugt er hefur borgarstjórinn legið undir þungum ásökunum vegna aðkomu sinnar að málefnum Orkuveitunnar og REI.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×