Fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld og mun Vísir fylgjast sérstaklega með gangi mála í leik Grindavíkur og KR.
Um er að ræða stórslag í deildinni en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í deildinni í vetur.
Grindavík steinlá í Keflavík í fyrstu umferðinni á meðan að KR-ingar fóru heldur létt með Fjölni á heimavelli.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld en aðrir leikir á dagskrá í kvöld eru:
Skallagrímur - Hamar í Borgarnesi
Þór, Akureyri - Njarðvík í Síðuskóla
ÍR - Tindastóll í Seljaskóla