Heiður að hitta Pútín Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 19:00 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Sjá meira