Sport

Þrír í röð hjá Nadal - Draumurinn úti hjá Federer

AFP

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal varð í dag þriðji karlspilarinn síðan árið 1980 til að vinna opna franska meistaramótið þriðja árið í röð. Hann lagði Roger Federer í úrslitaleik 6-4, 4-6, 6-3 og 6-4. Leikurinn stóð yfir í þrjá klukkutíma og 10 mínútur og var án nokkurs vafa einvígi tveggja bestu tennisleikara heims.

Nadal varð fyrsti maðurinn til að vinna mótið þrjú ár í röð síðan goðsögnin Björn Borg afrekaði það árið 1980. Federer hafði vonast til þess að verða aðeins þriðji tennisleikarinn í sögunni til að verða handhafi allra fjögurra risatitlanna í einu, en hann strandaði á opna franska eins og svo oft áður. Opna franska mótið fer fram á leirvelli og þar er hinn 21 árs gamli Nadal kóngur í ríki sínu og hefur aldrei tapað í 21 leik á mótinu á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×